Safnahelgi – Eyjasund og KK

Safnahelgi heldur áfram í dag og enn er það Safnhús sem er miðpunkturinn. Þar mætir Sigurgeir Svanbergsson og lýsir í máli og myndum Eyjasundi sínu í júlí í sumar. Um kvöldið verður slegið í klárinn þegar KK mætir á Háloftið. Opnunartími safna: Eldheimar 13:30-16:30 alla daga. Solander sýningin á opnunartíma. Sagnheimar 13-16 á laugardag. Frítt […]

ÍBV og Íslandsbanki endurnýja

Í dag var endurnýjaður styrktarsamningur milli ÍBV og Íslandsbanka. Á myndinni eru; frá ÍBV Magnús Sigurðsson, Davíð Þór Óskarsson og Sæunn Magnúsdóttir, formaður félagsins og Þórdís Úlfarsdóttir og Sigurður Friðriksson frá Íslandsbanka.   (meira…)

Brota­löm í ráðning­ar­ferli

Í lok síðasta mánaðar féll dómur í Héraðsdómi Suður­lands í máli Andrés­ar Þor­steins Sig­urðsson­ar sem stefnt hafði Vest­manna­eyja­bæ og Vest­manna­eyja­höfn og tapaði Andrés í mál­inu gegn bæn­um en í máli hans gegn Vest­manna­eyja­höfn var talið að brota­löm hefði verið í ráðning­ar­ferli í starf hafn­ar­stjóra, starfi sem Andrés sótti um en fékk ekki. Andrés sótti um […]

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á […]

Landsbankinn og GRV saman um gangbrautavörslu

Nemendur í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautavörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Þetta er frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd og gefur nemendum tækifæri að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. Þetta […]

Guðlaugur Þór fundar í Ásgarði

Í dag, fimmtudag, 3. nóvember, ætlar Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að sækja Eyjamenn heim en hann stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og síðast en ekki síst málefni Eyjamanna og kjördæmisins. […]

Safnahelgi – Menningarveisla í tali, tónum, myndum og handbolta

Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og hefur verið árviss viðburður síðan. Fljótlega varð þetta að Safnahelgi, sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember sem nú er fram undan. Hefst hún á morgun, fimmtudag og stendur […]

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í dag

Í dag, miðvikudaginn 2.nóvember, munu fermingarbörn ganga í hús hér í Eyjum kl. 17.00- 19.00, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Krakkarnir hafa fengið fræðslu um hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og fengið að kynnast aðstæðum sem fólkið í Eþíópíu býr við.  Með þessu verkefni erum við minnt á sameiginlega ábyrgð allra á […]

Herjólfur IV í sjö ferða áætlun sunnudaginn

Herjólfur Básasker

“Framkvæmdir ganga vel og eru á lokametrunum, skipið fór niður úr dokkinni í gærkvöldi og unnið er að lokafrágangi við bryggju í Hafnarfirði,” sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir en Herjólfur IV hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði síðan 10. október. Skipið verður komið til Vestmannaeyja á laugardaginn og þá fer […]

Auðurinn í drengjunum okkar

Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.