Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti framsögu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023. Fram kom í framsögu bæjarstjóra að óhætt sé að segja að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög séu mörg hver nú að glíma við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna, með […]

Flóttamenn til Eyja án samráðs við bæinn

„Ein­hliða ákvörðun rík­is­ins um að leigja hús­næði fyr­ir flótta­fólk í Vest­manna­eyj­um ger­ir sveit­ar­fé­lag­inu mun erfiðara fyr­ir að sinna nauðsyn­legri þjón­ustu. Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, seg­ir gagn­rýnina fyrst og fremst snúa að sam­starfs­leysi rík­is­ins við Vest­manna­eyj­ar­bæ,“ segir á mbl.is. „Það sem við erum að gagn­rýna er að þetta sam­starf og sam­tal á sér ekki stað áður en […]

Hefja undirbúning að lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja

Bæjarráð skipaði þann 29. september sl., sérstakan starfshóp um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja. Hópurinn er skipaður Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Eyþóri Harðarsyni, fulltrúa bæjarráðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Þann 6. október sl., átti bæjarráð fund með stjórn og framkvæmdastjórn HS veitna, m.a. um nýja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar gerðu […]

Bæjarstjórn í beinni klukkan 17:00

Í kvöld klukkan 17:00 verður 1587. fundur í Bæjarstjórn Vestmannaeyja haldinn. Hægt er að nálgast beina útsendgu frá fundinum, hér að neðan. (meira…)

Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt!

Í síðustu viku var tilkynnt um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og áform um ný heildarlög um skólaþjónustu. Í þeirri vinnu gegnir samráð við hlutaðeigandi lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sent boð til haghafa þar sem þeir eru hvattir til að bjóða sig […]

The Puffin Run 2023 fer fram 6.maí

The Puffin Run 2023 fer fram 6.maí. Skráning hefst 26.nóv á netskraning.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hlaupsins sem er 20 km utanvegahlaup. Þátttaka í halupinu síðustu ár hefur verið framar vonum og fer hlaupið vaxandi ár frá ári. (meira…)

Bæjarráð samþykkir tillögu að styttingu vinnutíma kennara

Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara styttist vinnutími kennara frá og með 1. ágúst 2022 til og með 31. júlí 2023 sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Markmið vinnutímastyttingar er […]

Þakkar þann heiður sem Vestmannaeyjabæ er sýndur

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, upplýsti á fundi bæjarráðs í síðustu viku um samþykkt borgarráðs Reykjavíkur við erindi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, um að Vestmannaeyjabær verði heiðursgestur á menningarnótt Reykjavíkur 2023, í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Hátíðin er jafnan haldin fyrsta laugardag eftir 15. ágúst, en þann dag 1876 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. […]

Úrslit yngri flokka um helgina

Það var mikið um að vera hjá yngri flokkum og u-liði ÍBV í handboltanum um helgina. Hér að neðan má sjá úrslit leikja helgarinnar. Upplýsingarnar eru fengnar af facebook síðu ÍBV. 3.flokkur karla 1.deild Afturelding – ÍBV : 29-34 3.flokkur karla 3.deild Afturelding2 – ÍBV3 : 27-37 4.flokkur kvenna 1.deild Fjölnir/Fylkir – ÍBV: 19-33 4.flokkur […]

Melancholia, ný plata frá Merkúr “sándið hefur þyngst”

Peyjarnir í Merkúr voru að gefa út nýja plötu sem ber nafnið “Melancholia”. “Þessi plata hefur verið í vinnslu hjá okkur í kringum 2 ár og því er það mikill léttir og mikil spenna að setja hana loksins í loftið. Vanalega hefur það verið þannig að Arnar sé aðalsöngvarinn og að spila öll sóló á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.