„Einhliða ákvörðun ríkisins um að leigja húsnæði fyrir flóttafólk í Vestmannaeyjum gerir sveitarfélaginu mun erfiðara fyrir að sinna nauðsynlegri þjónustu. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gagnrýnina fyrst og fremst snúa að samstarfsleysi ríkisins við Vestmannaeyjarbæ,“ segir á mbl.is.
„Það sem við erum að gagnrýna er að þetta samstarf og samtal á sér ekki stað áður en ríkið tekur ákvörðun um að leigja húsnæði í sveitarfélaginu og það er það sem við höfum áhyggjur af. Það er ekki boðlegt að við heyrum út undan okkur að það sé verið að taka húsnæði á leigu fyrir flóttafólk,“ segir Íris í samtali við mbl.is.
Sveitarfélagið þarf að veita þjónustuna
„Í undirbúningi er að taka við fleiri flóttamönnum til Vestmannaeyja á næstu vikum og mánuðum. Nú þegar eru sjö flóttamenn komnir í bæjarfélagið en sveitarfélagið veit ekki hversu mörgum þau eiga von á. Sveitarfélagið telur sig geta sinnt mjög vel í kringum 12 manns en flóttafólkið sem bætist við geti verið allt að 30.“ segir einnig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst