Hvergi fært með Herjófli

Ófært er til bæði Landeyjahafnar og Þorlákshafnar vegna veðurs þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi en vindur er sem stendur allt að 30 m/s. Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að fella niður ferðir seinni part dagsins. Einnig kemur fram að Herjólfur III hefur siglingar milli lands og Eyja í fyrramálið skv. eftirfarandi áætlun. […]

Eyjakarlar og konur í toppbaráttunni

Karla- og kvennalið ÍBV eru í toppsætum Olísdeildarinnar eftir síðustu leiki. Eyjakonur unnu góðan sigur á HK, 31:18,  á útivelli í síðustu viku. Eru þær í þriðja sæti eftir þrjár umferðir með fjögur stig. Það er ekki síður skriður á körlunum sem höfðu betur í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, 36:27 í síðustu viku. Er […]

Herjólfur – Óvissa með ferðir seinnipartinn

Farþegar sem ætla með Herjólfi í dag eru beðnir um að fylgjast með vegna versnandi veðurs. Staðfestar brottfarir hjá Herjólfi IV í dag eru eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30 og 12:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45 og 13:15 Eftir hádegi á að bæta í veðrið og á það að standa hæðst milli […]

Greinargerð um stöðu haf- og fiskirannsókna

Jóhann Sigurjónsson, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar, hefur skilað greinargerð um stöðu haf- og fiskirannsókna til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Greinargerðinni er ætlað að gefa yfirlit um stöðu haf- og fiskirannsókna á Íslandi, mikilvægi þeirra og leiðir til að efla þær á næstu árum og áratugum. Greinargerðin var unnin samkvæmt beiðni ráðherra og mun nýtast við þá vinnu […]

HK – ÍBV í Kórnum

Olís deild kvenna er farin aftur af stað eftir landslliðshlé. ÍBV stelpurnar leggja land undir fót í dag og mæta HK stúlkum í Kórnum klukkan 14:00 í dag. HK situr á botni deildarinnar en ÍBV er í 3. sæti sem stendur. (meira…)

Vestmannaeyjabæ heiðursgestur Menningarnætur 2023

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, formlega á Menningarnótt 2023 í gær. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir það mikinn heiður og þakkaði fyrir boðið. „ Gosið á Heimaey hafði mikil áhrif á öllu landinu. Mikilvægt er […]

Fólksflutningar og skömmtun á vatni bili vatnsleiðslan – Atvinnulíf stöðvast

Á fundi Almannavarnanefndar Vestmannaeyja í gær er lýst yfir áhyggjum af þeirri staðreynd að einungis ein nothæf neysluvatnslögn er milli lands og Vestmannaeyja. „Núverandi lögn, neðansjávarleiðsla 3, var tekin í notkun árið 2008. Neðansjávarleiðslur 1 og 2 hafa báðar verið dæmdar ónýtar, sú fyrri árið 2008 og sú síðari árið 2014. Frá 2014 hefur neðansjávarleiðsla […]

Saga og súpa í Sagnheimum á morgun, laugardag

Laugardaginn 8. október kl. 12-13 bjóðum við upp á Sögu og súpu. Að þessu sinni kemur í heimsókn Halldór Svavarsson, seglasaumari og áhugamaður um sögu, sem fæddist í Byggðarholti, Kirkjuvegi 9b, í Vestmannaeyjum árið 1942. Strand Jamestown er fjórða bók höfundar og fjallar um endalok eins stærsta seglskips í heimi á 19. öld en það strandaði […]

Álfsnes komið af stað eftir bilun

Dýpkun er hafin á ný í Landeyjahöfn eftir að bilun kom upp í lyftubúnaði dýpkunarskipsins Álfsness. Búast má við einhverri röskun á siglingum gamla Herjólfs næstu daga og líklegt er að ferjan muni sigla eftir sjávarföllum. Við dýpkunina í Landeyjahöfn á miðvikudagskvöld bilaði spilið í Álfsnesi, sem sér um að lyfta dælurörinu. Skipinu var siglt […]

Vinna hafin við kortlagningu stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi

Í samræmi við stjórnarsáttmála og áherslur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vinnur matvælaráðuneytið nú að heildarstefnumótun í sjávarútvegi undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Liður í því starfi er kortlagning stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi. Markmið þeirrar vinnu er að stuðla að gagnsæi í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja ásamt upplýstri stefnumótun stjórnvalda um regluumgjörð sjávarútvegs og breytingar á henni. Einnig að farið sé […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.