Herjólfur í slipp

Áætlað er að Herjólfur IV fari í slipp 8. október í Hafnafirði. Gert er ráð fyrir að ferjan verði frá í 3 vikur ef ekkert óvænt kemur upp og mun Herjólfur III leysa af á meðan. Um er að ræða hefðbundinn slipp, þar sem hefðbundin slippverk verða unnin ásamt verkum sem þarf að framkvæma á […]
Valið í A landslið kvenna í handbolta

Þjálfarateymi A-landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga hér á landi dagana 26. september – 1. október nk.. Þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni HM 2024. Ísland leikur gegn Ísrael 5. og 6. nóvember og fara báðir leikirnir fram hér heima. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari ákvað að þessu sinni að velja fimm leikmenn […]
Áfram í 5. sæti

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu gerði jafntefli við Þór/KA í dag, lokaniðurstaðan var 3-3. Þó skoraði íBV fleiri mörk í leiknum, því eitt reyndist sjálfsmark. Kristín Erna Sigurlásdóttir átti góðan leik og skoraði tvö af mörkum íBV. Eftir leikinn er lið ÍBV enn í 5. sæti með 23 stig. Mörk ÍBV skoruðu Kristín Erna Sigurlásdóttir á […]
ÍBV stelpurnar fara norður í dag

15. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu heldur áfram að rúlla í dag, en ÍBV stelpurnar okkar heimsækja Þór/KA fyrir norðan. Norðanstelpur eiga mikið undir og eru í fallhættu eftir úrslit leiks Aftureldingar og KR í gær, þar sem Afturelding fór með sigur af hólmi. Þór/KA er í 8. sæti með 13 stig. ÍBV er […]
Heimir til Jamaíka?

Sparkspekingar landsins virðast nú keppast um að giska á hvert knattspyrnuþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson fer næst til að þjálfa. Heimir, hefur sem kunnugt er, verið á leikskrá hjá ÍBV síðan í sumar, en hann hefur verið án formlegs þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar í júní 2021. Í síðustu viku var orðið á götunni […]
Tilkynning frá Herjólfi vegna ferða 14. sept

Vegna ferða 14.09.2022 kl. 14:30 og 15:45. Ferð frá Vestmannaeyjum kl 14:30 og kl 15:45 frá Landeyjahöfn eru ekki á áætlun á morgun, miðvikudaginn 14. September, vegna yfirferðar á björgunarbátum ferjunnar. Aðrar ferðir eru á áætlun. (meira…)
Einungis fjögur börn á biðlista

Í Reykjavík mótmæla foreldrar úrræðaleysi borgaryfirvalda í leikskólamálum, en komið hefur fram að um 800 börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi. í Vestmannaeyjum er aðra sögu að segja, enda þó fólksfjölgun hér hafi verið svipuð og í Reykjavík. Í fyrirspurn til Vestmannaeyjabæjar kemur fram að einungis fjögur börn séu nú á biðlista eftir leikskólaplássi, en […]
Eldur í Hótel Eyjar

Talsverður viðbúnaður var við Hótel Eyjar í Vestmannaeyjum á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um bruna þar. Að sögn Ragnars Ragnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum reyndist eldurinn minniháttar og gengu slökkvistörf greiðlega. Engan sakaði í brunanum en einhverjar skemmdir urðu inni á hótelinu. Lögreglan tekur við rannsókn málsins þegar slökkvilið hefur lokið […]
Eyjamenn komnir í aðra umferð Evrópubikarsins

ÍBV er komið í aðra umferð umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir eins marks sigur á Holon frá Ísrael á heimavelli í dag, 33:32. Fyrri leiknum lauk með 41:35 sigri ÍBV. . Mynd Sigfús Gunnar. (meira…)
Náðu í stig sem skiptir máli

ÍBV og Fram skildu jöfn, 2:2, í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Hásteinsvelli í dag. Þegar ein umferð er eftir í deildinni er ÍBV í níunda sæti með 20 stig. Guðmundur Magnússon skoraði mörk Framara en Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira skoruðu fyrir ÍBV. Leikurinn var fjörugur og átti ÍBV möguleika […]