Gríðarlegar umferðartafir á Suðurlandi

Þau sem hyggjast leggja land undir fót þessa helgina og ætla etv að keyra í átt að borginni ættu að hafa það í huga að miklar vegaframkvæmdir eru í kringum Selfoss sem valda miklum töfum. Hjá Vegagerðinni kemur fram að umferð um Biskupstungnabraut sé ljósastýrð vegna vegavinnu og komi til með að hafa áhrif á […]

Sú besta framlengir samning við ÍBV

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2025. Olga hefur verið einn af burðarásum liðsins síðustu ár og leikið gríðarlega vel á leiktíðinni. Hún var í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins. Olga var þá valin besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Hún hefur alls leikið 58 leiki fyrir ÍBV í öllum […]

Tvö verkefni í Eyjum fá styrk úr Matvælasjóði

Svandís Svavarsdótir, matvælaráðherra úthlutaði í dag rúmum 580 milljónum úr Matvælasjóði, en 58 verkefni um allt land fá styrk í ár. Tvö verkefni í Eyjum,sem bæði tengjast Slippnum, fengu styrk sem hvor um sig nemur þremur milljónum. Styrkirnir eru veittir til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd sem tengist íslenskri matvælaframleiðslu. Styrkir vöruþróun Við […]

Framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum

Starfshópurinn um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum hefur hafið vinnu við  framtíðarstefnu fyrir öldrunarþjónustuna. Samstarf hefur verið við hagsmunaaðila, en það er á döfinni að heyra í fleiri hagsmunaaðilum. Ákveðið hefur verið að halda framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum í Eldheimum í byrjun september, verður auglýst nánar síðar. Þar gefst fólki á öllum […]

Unnið að fjármögnun á lagningu ljósleiðara um bæinn

Á fundi bæjarráðs þann 27. júlí sl., fól bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning og gerð gagna, m.a. samningi milli Vestmannaeyjabæjar og Eyglóar ehf., um fjármögnun framkvæmda við ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs, f.h. bæjarstjórnar, til samþykktar. Málið var til umfjöllunar á fundi […]

Eflum hugarfar, þrautseigju og trú nemenda á eigin getu

„Nú fer að líða að því að sumarið klárist og haustið taki við með öllu sem því fylgir. Það er alltaf ákveðin tilhlökkun þegar skóli hefst á ný, bekkjarfélagar hittast eftir gott sumarfrí og  kærkomin rútína fer aftur í gang. Nýir nemendur mæta í skólann í fyrsta bekk fullir tilhlökkunar og breytingar verða hjá mörgum […]

Adda og Maggi selja Hótel Vestmannaeyjar

Í dag var skrifað undir kaupsamning um Hótel Vestmannaeyjar. Kaupandi hótelsins er M9 ehf., sem er félag í eigu Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar. Nýr eigandi mun taka við rekstrinum 15. október nk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu þar sem segir: „Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafa rekið hótelið í ellefu ár tóku ákvörðun fyrir […]

Jón Ari og fjölskylda una hag sínum vel í Kanada

Jón Ari Sigurjónsson er Eyjamaður sem lengst af hefur búið og starfað í Kanada þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Hann er fæddur á Strandbergi í Vestmannaeyjum árið 1952 og ólst svo upp á Hólagötu 29 sem foreldrar hans byggðu. Foreldrar hans eru Sigurjón Jónsson, símritari í Eyjum sem fór til Loftleiða sem […]

Herjólfur – Aldrei fleiri farþegar

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs á þriðjudaginn og gerði grein fyrir starfsemi félagsins síðustu mánuði, m.a. farþegafjölda. Fram kom að alls voru fluttir 83.754 farþegar í júlí, sem er það mesta í einum mánuði frá upphafi. Til samanburðar voru fluttir 79.102 farþegar í júlí 2016, sem kemst næst. Í fundargerð […]

KFS vill stuðninginn með norður

Laugardaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 14:00 á KFS leik við Dalvík/Reyni á útivelli. Nú eru ekki nema 6 umferðir eftir af mótinu svo enn getur allt gerst í toppbaráttunni. Fimm stig skilja að liðin tvö, en með sigri gæti KFS minnkað muninn í tvö stig. Á toppnum eru þessi lið jöfn sem stendur: Dalvík/Reynir, KFG […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.