Verkefni um nýtingu sjávarorku fékk styrk úr Lóusjóðnum

Dagný Hauksdóttir, skipulags- og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, leiðir verkefnið en í því felast forathuganir og undirbúningur fyrir nýtingu sjávarorku við Vestmannaeyjar. Mikil þróun á sér stað í tækni varðandi öldu- og sjávarstraumsvirkjanir. Vestmannaeyjar eru umluktar sterkum sjávarstraumum og þar eru fáir aðrir staðbundnir orkukostir. Verkefmið snýst um að gera samantekt um þekkingu á sjávarstraumum við Vestmannaeyjar, […]

Gaf mömmu mark í afmælisgjöf

Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett […]

Símamótið: Nýtt Íslandsmet í fótboltavakinni

Fótboltamótin eru mörg á hverju sumri og mörg yfir iðkendatímabilið, foreldrum til mismikillar ánægju. Það verður því að teljast til tíðinda þegar heyrist af foreldri sem hefur fylgt börnum sínum á sama fótboltamótið í 18 ár samfleytt. Símamótið kláraðist í gær, en það fór fram um helgina í Kópavogi. Breiðablik heldur mótið, sem er stærsti […]

Rauðátuverkefnið fékk 9,8 milljóna styrk úr Lóusjóðnum

Setrid

„Þetta er mikil viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í rannsóknum á rauðátu og möguleikum á vinna úr henni verðmætar afurðir. Verkefni sem vekur ekki bara athygli hér á landi, vísindamenn víða um heim beina nú sjónum sínum að Vestmannaeyjum,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann fékk þær fréttir rétt […]

Hagstofustjóri gefur Vestmannaeyjabæ kort

„Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau  elstu eru frá 1570 ná til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í sögu kortagerðar á Íslandi og er gaman að sjá hvernig menn sáu fyrir sér lögun landsins. Sérstaklega í upphafi þegar kortin eru byggð á sögusögnum, ævintýrum og […]

1-1 í fyrsta leik Íslands á EM

Berglind Björg, okkar kona í landsliðinu lék lykilhlutverk í leiknum í dag og átti stórleik í 1-1 jafntefli liðsins við Belgíu. Stemmingin í stúkunni skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda og var alveg magnað að heyra “Áfram Ísland!” “HÚHH” og fleiri íslensk köll úr stúkunni. Við megum vera stolt af liðinu og […]

Skráning hafin í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð 2022

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu. Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist […]

Sjóuð á hliðarlínunni

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram í dag og hefst bein útsending á RÚV kl. 15:15 frá EM stofunni, en leikurinn hefst kl. 16:00. Margrét Lára Viðarsdóttir verður ein sérfræðinganna í EM stofunni og svo er systir hennar, Elísa, á vellinum. Það stefnir í spennandi leik. Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu og Margrétar Láru, […]

Kubuneh styrkir fótboltalið í Kubuneh

Kubuneh-Allir skipta máli rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Til að fjármagna reksturinn er félagið með verslun í Vestmannaeyjum með sama nafni og selur, notaðan, „second hand” fatnað. Hjónin  Þóra Hrönn og Daði Páls, sem eiga og reka verslunina láta sér fátt óviðkomandi sem getur bætt líf fólks í Kubuneh og nágrenni. Heilsugæslan þjónar […]

ÍBV enn á botninum eftir tap á Akureyri

Enn situr ÍBV sem fastast á botni Bestu deildar karla eftir 4:3 tap á móti KA á Akureyri. Eyjamenn áttu fyrsta markið sem José Sito skoraði á sjöttu mínútu. Þá skoruðu Norðanmenn tvö mörk og komust yfir en á 21. mínútu var Sito aftur á ferðinni og jafnaði 2:2 úr víti. Það var svo í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.