Stjarnan sannfærandi

ÍBV konur töpuðu 4-0 á móti Stjörnunni í leik í Garðabænum í dag. Ekki er svo langt síðan þessi tvö lið mættust í bikarleik, þar sem Stjarnan fór einnig með sigur af hólmi 1-4 á Hásteinsvelli. ÍBV liðið situr nú í 4. sæti Bestu deildar kvenna með 17 stig, 8 stigum á eftir toppliðinu; Val. […]

Bergey VE 114 verður Bergur VE 44

„Um síðustu mánaðamót fór Bergey VE 144 í slipp í Reykjavík. Þar hefur verið unnið að viðhaldi skipsins auk þess sem það skal málað bæði hátt og lágt. Að auki hefur verið skipt um nafn á skipinu og heitir það nú Bergur VE 44,“ segir á vef Síldarvinnslunnar, svn.is. „Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur – Huginn ehf. […]

ÍBV-konur mæta Stjörnunni í Garðabænum

ÍBV kvenna mætir Stjörnunni í Bestu deildinni í Garðabæ í dag og hefst leikurinn klukkan 16.15. Eftir tap í Bikarnum í síðustu viku á Hásteinsvelli hafa Eyjakonur harma að hefna. Frammistaða ÍBV hefur verið umfram væntingar í sumar og eru þær nú í þriðja sæti með 17 stig eftir níu umferðir. Það er til mikils […]

Agnes biskup – Efla þarf sjálfsmynd og sjálfstraust kirkjunnar þjóna

Agnes Sigurðardóttir, biskupinn yfir Íslandi vísiteraði Ofanleitissókn í Vestmannaeyjum helgina 21. og 22. maí sl. Fundaði með prestum og sóknarnefnd, predikaði í Landakirkju í sunnudagsmessu og heimsótti íbúa á Hraunbúðum.  Einnig kynnti Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima henni og fylgdarliði hennar safnið.  Kári Bjarnason forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja kynnti þeim Biblíusafnið sem er eitt af þremur heildarsöfnum […]

Neistinn í Eyjum  sem Mogginn einn sér

Neistinn kveiktur í Eyjum er fyrirsögn á leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem segir í byrjun að læsi sé verulega ábótavant hér á landi og hafi svo verið um nokkra hríð. Svo segir: „Í fyrrahaust var hafist handa við verkefni í Vestmannaeyjum, sem nefnist Kveikjum neistann. Í vor lágu fyrir niðurstöður eftir fyrsta veturinn og […]

Ólöf Margrét fær Fálkaorðu

Í frétt á vefmiðlinu visir.is í dag kemur fram að Guðni Th. Jóhannesson hafi sæmt 14 manns Fálkaorðu, en hefð er fyrir því á 17. júní. Einn Vestmannaeyingur er þar á meðal, en Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, fær riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun. Fram kemur að margt hafi verið um […]

17. júní á Stakkó

Nokkur fjöldi var samankominn á Stakkó í dag að fagna þjóðhátíðardeginum. Bjart í veðri og hlýtt í skjóli frá Vestmanneyska logninu. Hátíðarræður voru haldna og svo var fimleikafélagið Rán með tvo hópa sem sýndu listir sínar við góðar undirtektir viðstaddra. (meira…)

Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin:  Gullberg „Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Ufsaberg var stofnað 1969 […]

Garðar verður Gullberg

Nýtt uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, sem heitir nú Gardar upp á norsku með heimahöfn í Björgvin, verður nefnt Gullberg og fær skráningarnúmerið VE-292. Kunnuglegt nafn og númer í flota Eyjanna frá fyrri tíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar þar sem segir: „KAP VE-4 skiptir um nafn og númer og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Sömuleiðis kunnuglegt nafn og númer úr […]

Bjórhátíðin hefst á morgun

Hin árlega Bjórhátíð The Broters Brewery verður haldin um helgina og náði blaðamaður tali af Jóa bruggmeistara í miðjum undirbúningi. „Von er á 24 brugghúsum á hátíðina og þar af 6 erlendum húsum,“ segir Jói, „gestir verða líklega á bilinu 4-500 manns.“ Þetta er augljóslega orðinn einn af stóru viðburðunum í Eyjum og margir gestir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.