ÍBV kvenna mætir Stjörnunni í Bestu deildinni í Garðabæ í dag og hefst leikurinn klukkan 16.15. Eftir tap í Bikarnum í síðustu viku á Hásteinsvelli hafa Eyjakonur harma að hefna.
Frammistaða ÍBV hefur verið umfram væntingar í sumar og eru þær nú í þriðja sæti með 17 stig eftir níu umferðir. Það er til mikils að vinna því Stjarnan er sæti á eftir með 16 stig. Full ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á völlinn og styðja okkar konur. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Myndina tók Sigfús Gunnar í bikarleiknum í síðustu viku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst