Bjórhátíðin hefst á morgun

Hin árlega Bjórhátíð The Broters Brewery verður haldin um helgina og náði blaðamaður tali af Jóa bruggmeistara í miðjum undirbúningi. „Von er á 24 brugghúsum á hátíðina og þar af 6 erlendum húsum,“ segir Jói, „gestir verða líklega á bilinu 4-500 manns.“ Þetta er augljóslega orðinn einn af stóru viðburðunum í Eyjum og margir gestir […]
Af botninum er spyrnan best

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði gegn Víkingi 0-3 í leik kvöldsins. Þar með er lið ÍBV komið á botninn, enn með þrjú stig. Víkingur er hins vegar komið í annað sæt Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu; Breiðabliki. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)
Tilkynning frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Nýsmíði á björgunarskipi Björgunarfélags Vestmannaeyja er vel á veg komin í skipasmíðastöð Kewatec í Kokkola í Finnlandi. Niðursetning vélbúnaðar er langt komin og var aðalvélum komið fyrir núna í vikunni. Í framhaldi verður stýrishúsi komið fyrir á skrokknum, en unnið er við þessa hluti jöfnum höndum í sitthvoru lagi. Eins og sjá má á meðfylgandi […]
Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu, Vestmannaeyjum, laugardaginn 18. júní milli kl. 17.00 og 18.30 með verkum eftir Þorgerði Ólafsdóttur. Klukkan 15:30 munu Þorgerður og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna. Á sýningunni sýnir Þorgerður ný listaverk og aðra muni samhliða fastasýningu Umhverfisstofnunnar í Surtseyjarstofu. Sýningin er unnin […]
Hátíðardagskrá 17. júní

Hátíðardagskráin þann 17. júní 2022. 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum 11:00 Hraunbúðir Fjallkonan – Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja 11:00 Skátamessa í Landakirkju Séra Viðar Stefánsson þjónar Skátar segja frá hreyfingunni og upplifun sinni að vera í Skátunum. Skátasöngvar sungnir. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman […]
Strákarnir taka á móti Víkingi á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur. „Já, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“ „Það […]
Stelpurnar á góðri siglingu

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu vann góðan sigur á móti Aftureldingu í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ með einu marki gegn engu. Olga Sevcova skoraði mark ÍBV á 44. mínútu. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)
Stelpurnar mæta Aftureldningu á útivelli

Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Stelpurnar í ÍBV heimsækja Aftureldingu og verður leikurinn klukkan 18:00 á Malbikstöðinni að Varmá. ÍBV er í fimmta til sjötta sæti ásamt Selfossi með 14 stig eftir átta leiki. Lið Aftureldingar er í botnbaráttu en þær eru í næstneðsta sætinu með einungis þrjú stig úr […]
Árni hefur aldrei verið í vafa

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður, kom fyrst fram með hugmyndina fyrir um aldarfjórðungi og fagnar að nú eigi að dusta rykið af gögnum sem þegar liggja fyrir og gera frekari rannsóknir ef þarf. „Ég hef aldrei verið í vafa um að göng milli Eyja og lands séu raunhæfur möguleiki. Það hefur lengi legið fyrir […]
Grímur yfir Suðurlandi öllu

Grímur Hergeirsson verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi öllu frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma. Á þessum sex mánuðum verður Grímur einnig áfram lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, en því embætti hefur hann sinnt síðasta eina og hálfa árið. Þetta kemur fram á mbl.is og Morgunblaðinu í dag. […]