Bjórhátíðin hefst á morgun

Hin árlega Bjórhátíð The Broters Brewery verður haldin um helgina og náði blaðamaður tali af Jóa bruggmeistara í miðjum undirbúningi. „Von er á 24 brugghúsum á hátíðina og þar af 6 erlendum húsum,“ segir Jói, „gestir verða líklega á bilinu 4-500 manns.“ Þetta er augljóslega orðinn einn af stóru viðburðunum í Eyjum og margir gestir […]

Af botninum er spyrnan best

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði gegn Víkingi 0-3 í leik kvöldsins. Þar með er lið ÍBV komið á botninn, enn með þrjú stig. Víkingur er hins vegar komið í annað sæt Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu; Breiðabliki. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

Tilkynning frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Nýsmíði á björgunarskipi Björgunarfélags Vestmannaeyja er vel á veg komin í skipasmíðastöð Kewatec í Kokkola í Finnlandi. Niðursetning vélbúnaðar er langt komin og var aðalvélum komið fyrir núna í vikunni. Í framhaldi verður stýrishúsi komið fyrir á skrokknum, en unnið er við þessa hluti jöfnum höndum í sitthvoru lagi. Eins og sjá má á meðfylgandi […]

Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu, Vestmannaeyjum, laugardaginn 18. júní milli kl. 17.00 og 18.30 með verkum eftir Þorgerði Ólafsdóttur. Klukkan 15:30 munu Þorgerður og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna. Á sýningunni sýnir Þorgerður ný listaverk og aðra muni samhliða fastasýningu Umhverfisstofnunnar í Surtseyjarstofu. Sýningin er unnin […]

Hátíðardagskrá 17. júní

Hátíðardagskráin þann 17. júní 2022. 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum 11:00 Hraunbúðir Fjallkonan – Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja 11:00 Skátamessa í Landakirkju Séra Viðar Stefánsson þjónar Skátar segja frá hreyfingunni og upplifun sinni að vera í Skátunum. Skátasöngvar sungnir. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman […]

Strákarnir taka á móti Víkingi á Hásteinsvelli

Hermann Hreiðarsson. ÍBV

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur. „Já, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“   „Það […]

Stelpurnar á góðri siglingu

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu vann góðan sigur á móti Aftureldingu í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ með einu marki gegn engu. Olga Sevcova skoraði mark ÍBV á 44. mínútu. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

Stelpurnar mæta Aftureldningu á útivelli

Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Stelpurnar í ÍBV heimsækja Aftureldingu og verður leikurinn klukkan 18:00 á Malbikstöðinni að Varmá. ÍBV er í fimmta til sjötta sæti ásamt Selfossi með 14 stig eftir átta leiki. Lið Aftureldingar er í botnbaráttu en þær eru í næstneðsta sætinu með einungis þrjú stig úr […]

Árni hefur aldrei verið í vafa

Árni Johnsen, fyrr­ver­andi þingmaður og blaðamaður, kom fyrst fram með hug­mynd­ina fyr­ir um ald­ar­fjórðungi og fagn­ar að nú eigi að dusta rykið af gögn­um sem þegar liggja fyr­ir og gera frek­ari rann­sókn­ir ef þarf. „Ég hef aldrei verið í vafa um að göng milli Eyja og lands séu raun­hæf­ur mögu­leiki. Það hef­ur lengi legið fyr­ir […]

Grímur yfir Suðurlandi öllu

Grím­ur Her­geirs­son verður sett­ur lög­reglu­stjóri á Suður­landi öllu frá 1. júlí næst­kom­andi og út árið. Kjart­an Þorkels­son lög­reglu­stjóri verður í leyfi á sama tíma. Á þess­um sex mánuðum verður Grím­ur einnig áfram lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, en því embætti hef­ur hann sinnt síðasta eina og hálfa árið. Þetta kemur fram á mbl.is og Morgunblaðinu í dag. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.