Í gær féll borholan í Surtsey saman eftir að erfiðlega hafði reynst að halda borun á fram þegar komið var niður á 150 metra dýpi. Borinn losnaði í stutta stund en festist fljótt aftur og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bormanna tóks ekki að losa borinn á nýjan leik. �?að var því gripið til þess að hætta borun í holunni og saga borstálin í sundur og taka þau upp á yfirborðið. Á facebook síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands segir jafnframt að það hefði verið hægt að nota grennri borkrónu og halda áfram en í þessu tilviki heðfi það ekki þjónað hagsmunum verkefnisins.
�?ví varð úr að byrja upp á nýtt og bora aðra lóðrétta holu við hlið þeirrar gömlu. Vonast er til að hægt verði á nokkrum dögum að komast niður í 170-180 metra dýpi og helst niður fyrir 200 metra. Að lokinni þeirri borun mun hópurinn snúa sér að því að bora skáholu undir gíginn.