Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær og í dag landar Vestmannaey VE einnig fullfermi. Skipin munu bæði stoppa í landi meðal annars vegna bræluspár. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði í gær, í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að tveggja daga stopp væri framundan. „Það er norðaustan lurkur næstu daga og þá er eins gott að gera smá hlé. Sérstaklega virðist spáin vera leiðinleg austurfrá. Þessi túr gekk alveg þokkalega hjá okkur. Við byrjuðum að veiða á Pétursey og Vík og héldum síðan austur á Ingólfshöfða. Aflinn var mest þorskur og svo dálítið af ýsu. Þetta er fínasti fiskur. Fyrir utan veðurspána er allt gott að frétta,“ sagði Jón.
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að víða hafi verið veitt í þessum túr. „Við byrjuðum á Tangaflaki og síðan var farið á Glettinganesflak og Digranesflak. Þá var keyrt suður í Sláturhús og endað á Ingólfshöfða. Það var alls staðar reytingsafli. Nú verður stoppað í tvo daga. Það er spáð leiðindaveðri austurfrá en gæti verið þolanlegt hér við Eyjarnar. Það er gott að nota brælutíð í að stoppa,“ segir Birgir Þór.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.