Breyting til hins betra og fram úr björtustu vonum
Samstaða í bæjarstjórn :: Stefnir í 5000 íbúa :: Óbilgirni HS - Veitna
17. júlí, 2024
Útgerðarstjórinn Eyþór framan við Heimaey VE. Ljósmynd: Óskar Pétur

Eyþór Harðarson, er uppalinn Eyjamaður, fæddist í Ráðhúsinu 1963 sem var á þeim tíma sjúkrahúsið í Eyjum. Hann er lærður rafvirki og seinna rafmagnstæknifræðingur frá tækniskóla í Þýskalandi , kominn af mikilli golf fjölskyldu og fór holu í höggi fyrir fjórum árum á Fjósaklett á Vestmannaeyjavellinum. Er í dag útgerðarstjóri Ísfélags, fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins. Er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja sem hefur haft í mörg horn að líta undanfarin misseri. Veikleikar á flutningi raforku og vatns milli lands og Eyja og samgöngur ekki í þeim farvegi sem lofað var. Sótt er að Landeyjahöfn af þýsku stórfyrirtæki og fjármálaráðherra fór allt í einu að ásælast stóran hluta Heimaeyjar og allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum.  Allt stór mál fyrir Vestmannaeyjar en bæjarstjórn vinnur að  heilindum í að verja stöðu bæjarfélagsins og berjast fyrir því sem betur má fara. 

Miklar breytingar  hafa orðið í sjávarútvegi á síðustu 20 árum og sér ekki fyrir endann á þeim. Eru þessar breytingar hluti af sögu Vestmannaeyja. „Frá því ég tók við sem útgerðarstjóri 2003 er ekkert eftir af þeim flota sem félagið átti og hafði lítið breyst á 20 árum þar á undan. Lítil sem engin endurnýjun fyrir aldamótin vegna stöðu sjávarútvegs á Íslandi en hægt og bítandi var staðan að lagast með breyttu regluverki. Í dag geta félögin þróað sig í samkeppni við sjávarútveg í öðrum löndum. Erum með skip sem eru útbúin til að skila sem bestu hráefni að landi öllum til hagsbóta,“ segir Eyþór og bendir á að í kringum aldamótin hafi útlitið ekki verið bjart í Vestmannaeyjum. 

Íbúum fækkaði 

„Á tímabilinu 1990 til 2005 var þetta stöðug varnarbarátta og ef fólk ætlaði sér eitthvað í lífinu, mennta sig og leita í fjölbreyttari störf var ekki um annað að ræða en að flytja á höfuðborgarsvæðið eða erlendis. Þannig var staðan. Íbúum fækkaði og það byggði varla nokkur maður hús. Þótti vafasöm fjárfesting en breytingin er ótrúleg á síðustu tíu árum. Nú óttast fólk ekki að læsast inni með allt sitt sparifé í húsum sem ekki seljast. Hér er lifandi markaður og þú getur keypt og selt hús. Uppbygging sem sýnir að fólk hefur trú á Vestmannaeyjum. Fjölbreytni eykst og unga fólkið sem fer til náms kemur aftur. Vill hvergi annars staðar búa. Þar spila líka inn í meiri möguleikar á vinnu án staðsetningar og bættar samgöngur stærstan hluta ársins með Landeyjahöfn,“ segir Eyþór sem er bjartsýnn á framtíð Vestmannaeyja. 

Það sé ekki bara að hér sé gott að ala upp börn, stutt í allt, tímasparnaður mikill, einn til tveir klukkutímar á dag miðað við Reykjavík og nágrenni. „Allt er þetta gott og blessað og þó að maður tali um Vestmannaeyjar sem paradís á jörð eru íbúar ekki nema 4600 sem sýnir að stærsti hluti landsmanna vill búa annars staðar. Þetta er staðreynd þó við Eyjamenn sjáum þetta öðrum augum. Maður er ekki alveg hlutlaus,“ segir Eyþór brosandi. 

 

Bæjarfulltrúinn Eyþór framan við Ráðhús Vestmannaeyja. Ljósmynd: Óskar Pétur

 

Mikill viðsnúningur 

Hér er næg atvinna og hugsanlega hafa aldrei verið í boði fleiri vel launuð og fjölbreyttari störf í Vestmannaeyjum og í dag. Það á við á öllum sviðum atvinnulífsins. „Það var farið að halla á í menntun iðnaðarfólks, öllum beint á bóknámsbrautir sem kannski hentaði skólunum best til að fá fjármagn frá ríkinu á sem einfaldastan hátt. Sem betur fer hefur orðið viðsnúningur og fólk farið að sjá tækifæri í iðnmenntun.  

Smiðjurnar, Eyjablíkk, Vélsmiðjan Þór og Skipalyftan hafa stóreflst, standast samkeppni og eru ótrúlega öflug í þjónustu við fyrirtækin og einstaklinga. Þarna hafa orðið til vel launuð störf sem þarf að hlúa að. Einnig eru starfsstéttir í byggingargeiranum að eflast. Mikil breyting frá því þegar menn voru iðnaðarmenn fjóra til fimm mánuði á ári og á sjónum eða í frystihúsunum þess á milli. Framhaldsskólinn með hjálp áhugasamra spilar stórt hlutverk í breytingunni. Í dag er bjart yfir iðnaðarmönnum, nóg að gera sem sýnir gott efnahagsástand í Vestmannaeyjum. Þeir sem eru atvinnulausir hér eru það ekki vegna þess að það vanti störf.“ 

Erlendum íbúum fjölgar 

Eyþór tekur undir að fjölgun síðustu ára byggist að hluta af erlendu fólki sem leitar hingað í atvinnuleit. Tók hann Ísfélagið sem dæmi þar sem meirihluti starfsfólks í frystihúsunum eru útlendingar. „Þetta er mikil breyting en Íslendingar sækja ekki í þessi störf þar sem atvinnutækifærum er að fjölga með fjölbreyttari störfum. Margir útlendingar koma hingað tímabundið á meðan hluti þeirra sest hér að og aðlagast samfélaginu.  

Hver þróunin verður er ekki gott sjá fyrir en  í Eyjum er fólk af erlendu bergi brotið um 15% íbúanna. Ég veit ekki annað en að þetta gangi átaklaust fyrir sig og allt verði þetta ein heild, Eyjamenn. Við megum þakka fyrir á meðan útlendingar vilja koma til okkar. Ef við viljum halda uppi verðmætasköpun og velferðarkerfi hefst það ekki öðruvísi en með auknu vinnuafli.“ 

Sér fyrir sér 5000 íbúa 

Eins og staðan er í atvinnulífinu eigum við von á að störfum fjölgi eitthvað og þ.a.l. þörf fyrir fleira fólk í Vestmannaeyjum. Það kallar á öflugri innviði og fleiri lóðir. Eyþór telur Vestmannaeyjabæ kláran í þann slag. „Með óbreyttri heimsmynd sér maður ekki annað en að mikil uppbygging verði í Vestmannaeyjum. Jafnvel, að innan ekki margra ára verði íbúar um 5000 sem er í mínum huga æskilegur íbúafjöldi miðað við atvinnutækifærin í dag. Bæjarstjórn er að skipuleggja lóðir fyrir um 100 íbúðir í Löngulág og við eigum svæði undir fleiri lóðir. Í mínum huga ætti það að dekka þá uppbyggingu sem við sjáum framundan. Ótrúleg breyting á tíu árum og fram úr björtustu vonum.“ 

Er Vestmannaeyjabær í takti við þróun síðustu ára og það sem gera má ráð fyrir á næstu árum?  „Já,“ segir Eyþór. „Við erum 4600 í dag, með lóðir fyrir 120 til 130 íbúðir sem nægja fyrir um 400 manns. Að því leyti er staðan góð en svo er eitthvað um að fólk ofan af landi, brottfluttir og fleiri eigi hér hús eða íbúðir sem eykur þrýstinginn. Það er þróun sem maður sér ekki alveg fyrir. Bjartsýnustu plön í mínum huga eru að byggt verði á lóðum sem verið er að skipuleggja. Við þurfum ekki að fara fram úr okkur. “ 

Laxey boðin velkomin 

Eyþór segir ánægjulegt að sjá ný fyrirtæki verða til. Nefnir sérstaklega laxeldisfyrirtækið Laxey. „Laxey byggir á öðrum grunni en önnur sjávarútvegsfyrirtæki, er ekki háð kvóta þó starfsemin rými að mörgu leyti saman. Ótrúlega flott að fá þetta fyrirtæki í bæinn með öllum þeim umsvifum sem því fylgja. Einnig er ánægjulegt að sjá meðbyrinn sem Laxey fær frá Vestmannaeyingum við uppbygginguna sem sýnir að það ríkir traust á milli eigenda og samfélagsins.“ 

Eyþór segir stöðu félagsþjónustu í bænum góða, biðlistar á leikskóla sveiflast eftir árgöngum, Grunnskóli og Framhaldsskóli þjóni sínum hlutverkum af miklum metnaði. „Fyrir krakka að alast upp í Eyjum er mjög gott og staða leik- og grunnskóla er sterk. Það sem maður hefur áhyggjur af eru kvaðir sem yfirvöld setja á sveitarfélögin án þess að kostnaður sé vel þekktur.  Við verðum líka að geta svarað því hvenær þjónustan er orðin nógu góð eða ásættanleg. Það er sjálfsagt að gera kröfur til sveitarfélaga, en hvar eru mörkin? Hvenær ætlum við að verða sæmilega sátt?“ 

Stór skref í skólamálum 

Framundan er stórt skref í skólamálum með stækkun Hamarsskóla þar sem Tónlistarskólinn fengi hluta af þeirri stækkun með því hagræði sem fæst í að hafa þessar stofnanir í sömu byggingu. „Með því erum við stíga mikilvæg skref fyrir grunnskólabörn og kennara í Vestmannaeyjum. Stærsti útgjaldaliður okkar eru til fræðslumála og allir sammála um að gera vel. Í félagsþjónustunni erum við bundin að lögum og ekki spurning um hvað manni finnst.  

Eins og ég nefndi áðan setur Alþingi kvaðir á sveitarfélögin sem enginn veit hvað munu kosta. Þá vaknar spurningin, hver á að njóta þjónustunnar og hver ekki ?  Viðkvæmur málaflokkur sem við bæjarfulltrúar erum kannski ekki mikið inn í en treystum á okkar góða starfsfólk. Það er ekki hægt að ætlast til þess að starfsfólk bæjarins og kjörnir fulltrúar geti leyst hvers manns vanda. Stundum eru þarfirnar og  kröfurnar miklar og spurningin hver á leysa það, þ.e. ríkið eða sveitarfélagið?  

 

Golffjölskyldan, Eyþór, Anita, Grétar Þór og Laufey Grétarsdóttir. Ljósmynd: Óskar Pétur

 

Lítið má út af bera 

Síðustu misseri höfum við verið minnt á hve innviðir okkar, þ.e. afhending rafmagns og vatns er mun viðkvæmari en við héldum og lítið má bera út af. „Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2022 var að leggja nýja vatnsleiðslu milli lands og Eyja. Í raun glapræði  að treysta á eina vatnsleiðslu. Fram að því var lítið rætt hve staðan er alvarleg, til að skapa ekki ótta hjá fólki.  

Strax eftir kosningar settist ég í starfshóp um nýja vatnsleiðslu með Írisi bæjarstjóra og meiri- og minnihluti alveg samstíga. Þá komu upp vandamál í samskiptum við HS – Veitur sem líta ekki á það sem skyldu sína að halda uppi öruggri vatnsöflun til Vestmannaeyja. Sveitarfélaginu ber skylda, lögum samkvæmt að sjá bænum fyrir vatni. Vestmannaeyjabær seldi  HS-Veitum vatnsveituna á sínum tíma með þeim réttindum og skyldum sem fylgja því að reka vatnsveitu. Við berum eftir sem áður lagalega ábyrgð  fyrir vatnsöflun fyrir bæinn.“ 

Enginn áhugi hjá HS – Veitum  

Í skjóli þess hafa HS-Veitur engan áhuga á að leggja út í  kostnað að leggja nýja leiðslu sem hefði þýtt stórkostlega gjaldskráhækkun án aðkomu stjórnvalda. „Við leituðum til ríkisins sem samþykkti stuðning upp á 800 milljónir miðað við að vatnsleiðslan kostaði einn og hálfan til tvo milljarða. Þannig að nú er Vestmannaeyjabær með þetta mál í fanginu og þarf að bera ábyrgð á því að ný lögn verði lögð sem fyrst.  

Málið varð enn snúnara þegar núverandi leiðsla varð fyrir tjóni síðasta haust. Hún flytur vatn en óvissan er mikil þar sem óljóst er hvort hún þoli óveðrin sem koma reglulega. Vestmannaeyjabær sem eigandi þarf að gæta sinna hagsmuna og reynir að fá tjónið bætt að fullu en sá sem olli tjóninu neitar að borga nema þann hluta sem tryggingar ábyrgjast, sem er aðeins brot af heildartjóni.,“ segir Eyþór og staðan er flókin.  

„Í byrjun viðræðna við HS-veitur um nýja vatnsleiðslu kom fram sjónarmið stjórnarmanna um að við gætum ekki ætlast til þess að fólk á Suðurnesjum borgi fyrir vatn til Vestmannaeyja. Við sögðumst ekkert vera að biðja um það en vildum að sanngirni yrði gætt. Það ætti ekki að vera lögmál að Eyjamenn borgi mun meira en Suðurnesjamenn fyrir vatn og hitaveitu.  

Ég held að þeir myndu ekki orða þetta svona í dag í ljósi atburðanna sem hefur dunið á þeim vegna eldgosa. Þar hafa landsmenn allir tekið þátt í að verja innviði á Suðurnesjum. Ríkið borgar baráttu sem þegar hefur kostað tugi milljarða. Eðlilega og allir sammála um að við svona hamfarir tökum við Íslendingar sameiginlega á málunum.“ segir Eyþór.  

„En maður spyr sig hvers vegna við höfum þurft að eiga ótal fundi og nánast verið á snapinu við að fá ríkið til að borga hluta af nýrri vatnsleiðslu sem við höfum litið á sem almannavarnamál í Eyjum. Á  meðan sýnist okkur vera opinn ríkistékki til að sinna almannavörnum á Suðurnesjum. Hefði ekki verið eðlilegt ef ríkið hefði komið okkur strax til hjálpar með því að panta og fjármagna nýja vatnslögn til Eyja þar sem við vorum í fullkominni óvissu með ástandið á vatnsöflun til Eyja?“ spyr Eyþór og bætir við. „Við verðum að horfa á sameiginlegar auðlindir okkar, heita vatnið og orkuna í fallvötnunum þeim augum að allir landsmenn njóti. Það á ekki að vera lögmál að fólk á heitum svæðum borgi  margfalt minna en við á landsbyggðinni til að hita  húsin okkar.“ 

Ljósið í rafmagninu   

En gleðilegt er og mikilvægt að mati Eyþórs, er að eftir áralanga baráttu fyrirtækja með stuðningi bæjaryfirvalda verður næg flutningsgeta rafmagns til Eyja tryggt með tveimur rafstrengjum árið 2025 ef Landsnet stendur við sín áform. „Þeir munu gera það að verkum að fiskimjölsverksmiðjurnar hjá Ísfélaginu og VSV geta fært sig alfarið frá olíubrennslu yfir í raforku og Laxey byggt um sína starfsemi til framtíðar með umhverfisvænum orkugjöfum.“ 

Loks eru það samgöngur á sjó og í lofti. Eyþór segir að miðað við núverandi stöðu séu samgöngur á sjó eins góðar og hægt er að ætlast til stóran hluta ársins. En leggja verði áherslu á að flug verði valkostur allt árið. „Þrjár til fjórar ferðir á viku yfir vetrarmánuðina er lítil þjónusta en mikilvægt fyrir samfélagið að flugið leggist ekki alfarið af. Við verðum að stefna að því að byggja það upp aftur. Næstu þrjá vetur er okkur lofað ríkistryggðu flugi til Eyja sem er framför og viðurkenning á að Landeyjahöfn virkar ekki allt árið. Ég vona að með ríkisstyrktu flugi yfir veturinn geti skapast grunnur fyrir flugrekstraraðila til að byggja upp áætlunarflug allt árið og íþyngjandi reglugerðir í kringum flugið koma ekki í veg fyrir það.“  

Eyþór segir að flugið sé dæmi um mál sem eru á borði bæjarstjórnar. „Flug til Eyja heyrði sögunni til ef bæjarstjórn væri ekki að berjast fyrir því. Þannig er með allt. Við þurfum að berjast fyrir tilveru okkar út í eitt með baráttu sem fáir taka eftir oft á tíðum. Við höfum mikla sérstöðu í samgöngumálum, en ég þekki nokkra sem sjá fegurðina í því að komast ekki til og frá Eyjum vegna veðurs,“ sagði Eyþór að endingu og brosti. 

Ásælni ríkis til lands á Heimaey og úteyja í Vestmannaeyjum og áform þýskra um dælingu sands við Landeyjahöfn eru efni í annað viðtal. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst