Boðað hefur verið til aðalfundar Sparisjóðs Vestmannaeyja nk. þriðjudag, þann 21. desember. Samkvæmt lögum sjóðsins skal halda aðalfund fyrir 1. maí ár hvert. Á þessu ári var hins vegar ákveðið að fresta aðalfundinum þar til síðar á árinu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Á fundi, sem haldinn var með stofnfjáreigendum í júní sl. sumar var þeim gerð grein fyrir stöðunni eins og hún blasti við þá.