Móðurmjólkin er sú allra besta næring sem völ er á fyrir ungabörn og er fullkomin næring fyrstu sex mánuðina, ein og sér þar sem hún inniheldur öll þau næringarefni sem barnið þarf á að halda sér til vaxtar og þroska. Einnig er ráðlagt að gefa móðurmjólkina fyrsta árið og gjarnan lengur.
Brjóstamjólkin styrkir ónæmisvarnir barnsins, er mikilvæg fyrir slímhúð og meltingu, er alltaf til staðar, er hrein og án sýkla, ókeypis, auðmeltanleg og passlega heit. Móðurmjólkin og samsetning hennar er tilsniðin barninu á hverjum tíma og gefur því næringu sem passar barninu best, stuðlar að góðum þroska og er vörn gegn sjúkdómum. Brjóstagjöf er einnig óviðjafnanleg leið til náinna tengsla og tengslamyndunar við barnið.
Brjóstagjöf er góður kostur fyrir móður þar sem hún stuðlar að góðum samdrætti í leginu eftir fæðinguna, tíðarblæðingar byrja seinna, hjálpar þyngdarstjórnun eftir fæðingu og til lengri tíma getur hún haft varnaráhrif gegn ákveðnum sjúkdómum.
Konur sem hafa góða þekkingu á brjóstagjöf, virðast gefa börnunum sínum lengur brjóst. Gott er því að vera vel undirbúin fyrir brjóstagjöfina og fá hjálp við að ná raunhæfum markmiðum, byggja upp sjálfstraust og þekkingu.
Mikilvægt er að styðja þær konur sem ekki geta haft börn sín á brjósti og þær sem velja að hafa þau ekki á brjósti. �?að geta legið góðar ástæður að baki þess og því þurfa þær konur jafnvel sérstaka athygli og stuðning.
Enginn á upplifa sig undir þrýstingi að brjóstfæða barnið sitt ef móður líður illa með það og óskar að hætta eða ekki byrja brjóstagjöf. Sýna þarf þeirri ákvörðun virðingu og styðja móður / foreldra með það.
Brjóstagjöf er gefandi og mikilvæg tengslamyndun á sér stað í okkar hraða samfélagi í gegnum brjóstagjöfina. �?að getur líka verið mjög krefjandi að vera með barn á brjósti og allskonar vandamál geta komið upp. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu hafa reynslu og þekkingu til að hjálpa konum og styðja þær í brjóstagjöfinni á hvern þann hátt sem hæfir hverju sinni og er konum bent á að leita á sína heilsugæslustöð ef vandamál koma upp.
f.h. HSU Suðurlands
Björk Steindórsdóttir
ljósmóðir HSU á Selfossi