Bros á hverju andliti, þegar Landeyjahöfn virkar
11. apríl, 2012
Það er eins og bæjarbragurinn í Eyjum hafi orðið annar, eftir að Herjólfur fór að sigla í Landeyjahöfn að nýju. Og það þótt siglingar skipsins þangað miðist við flóðatöflu. – Nú heyrist fólk tala um að skreppa uppá land, bara sísona, og brosir út undir eyru. Fleira fólk leggur líka leið sína út í Eyjar. – Landeyjahöfn, þegar hún virkar eins og til var ætlast, er bylting í samgöngumálum Vestmannaeyja, og sennilega skilur það enginn, nema þeir sem hafa reynt þennan samgöngumáta í eigin persónu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst