Brotist inn á Pizza 67 en málið upplýst
18. nóvember, 2013
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku og má m.a. nefna að tvö innbrot voru tilkynnt lögreglu og eiganspjöll. Skemmtanahald helgarinnar var með rólegra móti og engin útköll á öldurhús bæjarins.
Að morgni 15. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í Pizza 67 v/Heiðarveg og þaðan stolið peningum úr spilakössum og sjóðsvél. Farðið hafði verið inn um glugga á austurhlið hússins og tveir spilakassar skemmdir töluvert auk þess sem skemmdir voru unnar á sjóðsvél. Talið er að stolið hafi verið um kr. 25.000,- til 30.000,- í peningum. Við skoðun á eftirlitsmyndavélum, sem eru staðnum, beindust spjótin fljótlega að manni á fertugsaldri, en þrátt fyrir að maðurinn hefði grímu fyrir andlitinu töldu lögreglumenn þeir sig þekkja manninn. Maðurinn var handtekinn laust eftir hádegi sama dag og játaði hann við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa brotist inn og telst málið að mestu upplýsti. Maðurinn sem um ræðir hefur áður komið við sögu lögreglu.
Sama dag var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og þaðan stolið verkfærum og búnaði til hjólabrettanotkunar. Ekki er vita hvenær brotist var inn, en talið að það hafi verði þann 9. nóvember sl. Ekki er vitað hver þarna var að verki en grunur beinist að þeim aðila sem brautst inn á Pizza 67 í lok síðustu viku. Málið er í rannsókn.
�?ann 11. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt um að stungið hafi verið á hjólbarða bifreiðar sem stóð á Skólavegi á móts við hús nr. 37. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um geranda eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Alls liggja fyrir átta kærur vegna brota á umferðarlögum en í sjö tilvikum er um að ræða ólöglega lagningu ökutækja og í einu tilviki vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst