Í dag er Bryggjudagur handboltadeildar ÍBV og Böddabita í húsnæði Fiskmarkaðarins í Friðarhöfn en opið verður milli 11 og 15. Fiskmarkaður Bryggjudagsins verður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda, allt frá útvatnaðri skötu til tilbúinna rétta á grillið. Auk þess er núna í gangi dorgkeppni fyrir börn en hún hófst klukkan 10. Einnig verður sölubás á staðnum og hægt verður að komast í tuðruferðir milli 13 og 15 gegn vægu gjaldi.