ÍBV verður án tveggja leikmanna í leiknum mikilvæga gegn FH næstkomandi sunnudag. Brynjar Gauti Guðjónsson fer sjálfkrafa í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í gær gegn KR. Þá var Þórarinn Ingi Valdimarsson einnig dæmdur í eins leiks bann fyrir að hafa fengið fjögur gul spjöld í sumar.