Stuðsveitin Buff er fyrsta hljómsveitin sem kynnt er til leiks fyrir Þjóðhátíð 2010. Sveitin mun spila á hátíðinni en Þjóðhátíðarnefnd er á fullu að setja saman þétta dagskrá og á næstu dögum og vikum munu koma fleiri fréttir af skemmtikröftum. Buff mun koma fram á aðfaranótt sunnudagsins og einnig á kvöldvöku sunnudagskvöldsins.