Vestmannaeyjabær vill beina þeim tilmælum til búfjáreigenda að huga vel að mögulegu öskufalli vegna eldgoss í Eyjafjallajökli og gera tilheyrandi ráðstafanir. Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgosins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk. Verði vart við öskufall er mikilvægt að hýsa það búfé sem er við opin hús eða á útigangi, sé það mögulegt.