Eyjafréttir settu sig í samband við Róbert Aron Hostert eftir leikinn gegn Aftureldingu en eins og fram hefur komið skoraði hann tíu mörk í endurkomu sinni í Olís-deildina. Hvernig er að vera kominn aftur á völlinn eftir meiðsli?
�??�?að er ógeðslega gaman. �?etta er búið að vera erfitt upp á síðkastið, einn hérna meiddur og svo gréri beinið vitlaust í þokkabót,�?? segir Róbert Aron um hvimleitt handarbrot sem hann hefur verið að glíma við síðustu mánuði.
�??Bátsbeinið brotnaði það illa að beinið fór í sundur. �?etta eru erfið brot og við biðum til að sjá hvort það myndi gróa en það gekk ekki eftir þannig ég þurfti að fara í aðgerð til að láta skrúfa þetta saman.�?? segir Róbert og heldur áfram:
�??Við vorum líka tapa leikjum, duttum út úr bikar og að þurfa að horfa á það uppi í stúku er náttúrulega bara skelfilegt,�?? segir Róbert en hann var sömuleiðis lengi frá vegna meiðsla áður en hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennsku. �?ðri máttarvöld hafa þó tjáð Róberti það að meiðslasaga hans sé nú að baki. �??Hann að ofan sagði mér að þetta yrði í síðasti sinn sem ég myndi meiðast og ég ætla að hafa það bara þannig.�??
Leikurinn gegn Aftureldingu segir Róbert að hafi verið svolítil slagsmál enda tvö topplið að mætast. �??�?etta eru tvö mjög góð lið en við spiluðum bara klókt og það er margt jákvætt hægt að taka út úr þessum leik. Við skoruðum 17 mörk í fyrr hálfleik á móti liði sem er vanalega að fá á sig um tíu mörk í hálfleik, þannig það er mjög jákvætt. �?að er gott fyrir sjálfstraustið að taka toppliðið heima en við förum í hvern leik til að vinna. Við erum skref fyrir skref að bæta okkur en þetta eru því miður fá skipti sem við náum öllum hópnum saman heilum,�?? segir Róbert en nú eru einmitt Agnar Smári og Elliði Snær komnir á meiðslalistann.
Vorum bara betri
Fannst þér þið frekar vera að spila vel heldur en þeir illa? �??�?eir áttu engan slæman dag, þeir voru bara fínir. �?g held að bæði lið hafi bara verið að spila vel en við vorum bara betri og ég hafði einhvernvegin engar áhyggjur af því að við myndum ekki vinna þennan leik,�?? segir Róbert sem sjálfur skoraði heil tíu mörk í leiknum eins og fram hefur komið. Ertu strax búinn að finna þitt gamla form?
�??Nei nei, þetta datt bara fyrir mig í leiknum en það er margt sem ég þarf að bæta, t.d. að komast í spilform. Liðið var í heildina að spila vel, opna vel fyrir mig. �?að er stundum horft svolítið mikið í markaskorarann, að hann hafi bara gert allt einn en það er ekki þannig. �?g er náttúrulega með þokkalegar skyttur þarna við hliðina á mér og varnarmennirnir fara mikið út í þá sem gerir það að verkum að svæði opnast fyrir mig. �?að skiptir gríðarlega miklu máli að við séum að ógna allstaðar,�?? segir Róbert.
Líður ógeðslega vel hérna
�?egar talið barst aðeins frá handboltanum sagði Róbert það hafa gengið ljómandi vel að aðlagast Vestmannaeyjum. �??Mér líður ógeðslega vel hérna og það kom ekkert annað til greina en að koma hingað aftur. �?g átti náttúrulega stórkostlega tíma hérna, varð Íslandsmeistari og maður gleymir því aldrei hvernig þetta var hérna.
�?g sakna þess og auðvitað vonast maður til að upplifa það aftur. Hvað varðar bæinn og fólkið hérna þá er það bara æðislegt, ég var hálfpartinn tekinn í fóstur af Júlla Hallgríms og Kristjönu og ég kalla þau eiginlega bara mömmu og pabba því ég er alltaf þarna. �?g held ég hafi ekki eldað í þrjár vikur því ég borða kvöldmat í hvert einasta skipti hjá þeim, þannig ég er kominn með ágætis fjölskyldu hérna,�?? segir Róbert og skýtur því að hann sé einnig ættaður úr Eyjum.
Beggi sá um uppvaskið
Sjálfur býr Róbert einn um þessar mundir en til að byrja með deildi hann íbúð í Básum með Sigurbergi Sveinssyni. �??�?að var náttúrulega frábært, Beggi sá um uppvaskið og ég sá um að elda. Svo stakk hann mig í bakið og fór annað og ég flutti einnig í kjölfarið og er ég svolítið sár út í hann,�?? segir Róbert sem hefur undanfarið verið að vinna í grunnskólanum og í þjálfun en ætlar nú að einbeita sér að fullu að handboltanum. �??Mér finnst mikilvægt að koma mér í stand aftur svo ég sé ekki að meiðast en auðvitað þarf ég að fara að redda mér aftur vinnu, bara hafa eitthvað að gera utan handboltans svo maður sé ekki bara að pæla í boltanum, það er heilbrigt að hafa eitthvað annað líka,�?? segir Róbert og auglýsir þar með eftir spennandi atvinnutækifærum.
Mörg lið höfðu áhuga
Nú ertu búinn að fara til Danmerkur í atvinnumennsku og kominn aftur heim eftir að hafa verið óheppinn með meiðsli.
Er stefnan að fara aftur út? �??Já, klárlega. �?egar ég skrifaði undir hérna í sumar þá voru fullt af liðum sem höfðu samband en á þeim tímapunkti fannst mér rétt að komast í umhverfi þar sem mér líður vel. Mér leið ekki vel þarna úti, var mikið í meiðslum og ég þurfti bara smá búst. En eins og ég segi þá er það allt opið enn þá og ég mun alltaf hafa metnað fyrir því að fara út aftur,�?? segir Róbert sem kveðst þó sáttur í ÍBV.
�??�?g er ekki í neinu pappakassaliði hérna, þetta er algjörlega til fyrirmyndar hérna og deildin er sömuleiðis rosalega sterk og er bara að fara að styrkjast enn frekar miðað það sem maður er að heyra, að alvöru menn séu að koma aftur heim úr atvinnumennsku. En eins og ég segi þá langar mig ekki að enda atvinnumannaferilinn á þessu Mors-Thy dæmi, ég bara get það ekki. �?g fer aftur út, það er klárt. Hvenær það verður veit ég ekki en ég er enn þá ungur,�?? segir Róbert bjartsýnn fyrir framtíðinni.
Nú er ákveðin endurnýjun að eiga sér stað í landsliðinu. Er draumurinn að komast í hóp þar? �??Klárlega. �?g hef bara þurft að segja pass við æfingahópum og þess háttar upp á síðkastið vegna meiðsla sem er náttúrulega bara ömurlegt. �?að er heiður að vera í landsliðinu þannig það er líka ákveðin stefna. En mitt persónulega markmið núna er bara að halda mér heilum og koma mér í form og einblína á liðið sem er í kringum mig núna, svo getur maður kannski farið að pæla í einhverju öðru,�?? segir Róbert Aron Hostert að lokum.