Nú er aftur hægt að komast í kojur um borð í Herjólfi á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn en kojurnar verða ekki í boði þegar siglt er í Landeyjahöfn. Eftir að ófært varð í Landeyjahöfn hefur Herjólfur siglt til Þorlákshafnar en búið var að loka rýmunum þar sem kojurnar eru. Siglingastofnun gaf hins vegar út leyfi til að nýta hvíldarrýmin um borð í Herjólfi enda ótækt með öllu að ekki sé boðið upp á afdrep þar sem hægt er að halla höfði á þessari erfiðu sjóleið.