Svo virðist sem búið sé að ganga frá samningi við Eimskip um áframhaldandi rekstur Herjólfs. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að samningurinn sé frá 1. júlí 2010 til 1. september 2011. Bæjarráð harmar að ekki hafi verið samið við Vestmannaeyjabæ og að samningurinn gildi til 1. september 2011. Ekki verður betur séð en að bæjarráð sé afar ósátt við samninginn en eins og komið hefur fram hér á Eyjafréttum, óskuðu bæjaryfirvöld eftir því að reka Herjólf þegar siglingar í Landeyjahöfn hefðust. Bæjarráð óskar eftir því að fá samninginn tafarlaust í hendurnar. Ályktun bæjarráðs má lesa hér að neðan.