Í Fréttum sem út koma í dag, er auglýst eftir starfsfólki um borð í Herjólfi, staða framkvæmdastjóra Fiskmarkaðarins er laus til umsóknar, starfsfólk vantar í verslunina Kjarval, Vestmannaeyjabæ vantar starfskraft og Vinnslustöðin auglýsir eftir vinnslustjóra fyrirtækisins og einnig vantar þar verkstjóra. Og þetta eru allt störf sem auglýst eru þessa vikuna. Það virðist samkvæmt þessu – að atvinnuástand sé á góðu róli í Eyjum.