Byggðakerfið flyst milli ráðuneyta
Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu.

Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála.

Breytingin var rædd og samþykkt á fundi ríkisstjórnar 16. júlí sl. Forseti Íslands hefur undirritað úrskurðinn sem hefur þegar tekið gildi.

Með breytingunni flyst ábyrgð á stjórnarmálefninu byggðakerfi, eða svokölluðu 5,3% kerfi, úr atvinnuvegaráðuneyti og yfir í innviðaráðuneyti. Undir byggðakerfið fellur almennur byggðakvóti, sértækur byggðakvóti, strandveiðar, línuívilnun, skel- og rækjubætur og frístundaveiðar.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.