Byrjað að dýpka um leið og veður leyfir - óhagstæð spá næstu daga
8. apríl, 2015

Enn hefur ekki tekist að opna Landeyjahöfn og eru heimamenn orðnir langþreyttir á ástandinu. Sigurður Áss Grétarsson hjá Vegagerðinni segir að verktakinn sé klár með dýpkunarskip og áhafnir og verði farið af stað um leið og færi gefst. Jóhann Garðar Jóhannson hjá Björgun tekur í sama streng og segir að um leið og veður leyfir verði byrjað að dýpka höfnina.

Veðurhorfur næstu daga samkvæmt vedur.is.
Á föstudag:

Vaxandi austan- og norðaustanátt, 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu um kvöldið, hvassast við A-ströndina. Mun hægari og úrkomulítið V-til. Hiti kringum frostmark.Á laugardag:

Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið norðanvert, en mun hægari austantil fram undir kvöld og úrkomulítið sunnan jökla. Kólnandi veður.Á sunnudag:

Vestlæg átt, víða 8-15 og él, en hvassari, suðlægari V-til og rigning eða slydda SV- og V-lands um kvöldið. Frost 1 til 6 stig, en hlánar V-til um kvöldið.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst