Pálmi Harðarson kann því ekki illa að vera eini karlmaðurinn á tíu manna vinnustað hjá Deloitte. Fæddur og uppalinn í Eyjum, viðskiptafræðingur með meistaragráðu í reikningsshaldi og endurskoðun en vinnur að mestu við endurskoðun. Hann byrjaði hjá Deloitte 2010 og hefur unnið þar síðan með einu hléi. „Mitt verksvið eru ársreikningar og framtöl og allt sem því tilheyrir. Ég kann mjög vel við mig hérna, þetta er fjölbreytt og skemmtileg vinna. Við erum sterk í sjávarútvegi og laxeldinu og komum að mörgum félögum þeim tengdum.
Hvernig er að vinna með öllum þessum konum?
„Það getur verið krefjandi en maður lifir það af,“ segir Pálmi og hlær. „Ég er samt mjög ánægður. Það er gaman að vinna fyrir þessi stóru fyrirtæki og vera með puttann á púlsinum í þeirra rekstri. Líka að hjálpa fólki að gera upp sín mál. Oft margir boltar á lofti sem gerir þetta enn skemmtilegra.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst