Á laugardaginn verður sannkallaður stórleikur í 16-liða úrslit-um Eimskipsbikarsins þegar B-lið ÍBV tekur á móti sjálfum Íslandsmeisturum Hauka. Leikur liðanna fer fram í Eyjum og ætla Eyjamenn að tjalda öllu því til sem þeir eiga. Þannig munu þeir mæta til leiks aftur þeir Guðfinnur Kristmannsson og Erlingur Richardsson en nýjasta vopnið í vopnabúrinu er boltahrellirinn Sigmar Þröstur Óskarsson. Unnendur handboltans ættu því ekki að láta sig vanta í Íþróttamiðstöðina á laugardaginn klukkan 16:00.