ÍBV vann auðveldan sigur á Fylki í gærkvöldi, 5:0, þegar liðin mættust í Árbænum. Cloé Lacasse skoraði fjögur og Kristín Erna Sigurlásdóttir eitt mark. ÍBV er þá komið með 16 stig eins Stjarnan og þriðja sæti eins og er, en Fylkir er í áttunda sæti með 4 stig.
Cloé og Kristín Erna skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var Cloéar sem var langbest á vellinum. Skoraðir þrjú mörk á meðan Fylkiskonur sáu ekki til sólar.