Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramót drengja og stúlkna í Reykjavík. Tveir strákar frá Taflfélagi Vestmannaeyja tóku þátt í mótinu, þeir Daði Steinn Jónsson og Kristófer Gautason. Daði Steinn gerði sér lítið fyrir og varð í 2.-3. sæti í mótinu en hann og Jón Kristinn Þorgeirsson frá Akureyri voru jafnir með sjö vinninga hvor. En þar sem Jón Kristinn var hærri á stigum, fékk hann silfurpeninginn.