Dæla upp sandi við Land­eyja­höfn
5. febrúar, 2016
Á næstu dög­um kem­ur til lands­ins dýpk­un­ar­skipið Gali­lei 2000. Skipið fær það verk­efni að dæla upp sandi fyr­ir fram­an og inni í Land­eyja­höfn. Stefnt er að því að dýpk­un hefj­ist um miðjan mánuð, að sögn Sig­urðar Áss Grét­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sigl­inga­sviðs Vega­gerðar­inn­ar en þetta kem­ur fram á vefn­um Eyj­ar.net.
Gali­lei 2000 er 83,5 metra langt, 14 metra breitt og rist­ir full­hlaðið 4,45 m. Skipið er smíðað árið 1979 og er gert út af belg­íska fyr­ir­tæk­inu Jan De Nul, sem er með samn­ing við Vega­gerðina um dýpk­un Land­eyja­hafn­ar næstu árin.
Eyj­ar.net greindi frá.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst