Nú bíða Eyjamenn spenntir eftir dæluskipinu Perlunni sem hefur fengið það verkefni að opna Landeyjahöfn að nýju. Haft sem hefur myndast við hafnarmynnið lokar höfninni þannig að nú siglir Herjólfur á ný til Þorlákshafnar. Perlan er þó háð ölduhæð þegar kemur að því að dæla sandinum upp því ölduhæð má ekki vera yfir einum metra. Því hefur ekki verið að skipta síðustu daga, fyrr en nú í nótt þegar ölduhæð var undir einum metra.