Hægt er að kaupa sér dagsferð um næstu helgi til að taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Eins og gefur að skilja er mikil traffík til Eyja fyrir helgina en í tilkynningu frá forsvarsmönnum Vestmannaeyjahlaupsins kemur fram að hægt sé að kaupa ferð til Eyja klukkan 10:00 á laugardagsmorgni og til baka 20:30 um kvöldið. Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 6. júlí og hefst klukkan 12:00.