Dagskrá þrettándahátíðar álfa, trölla og jólasveina er nú klár en hátíðahöldin hefjast fimmtudaginn 3. janúar og standa fram á sjálfan þrettándann, sunnudaginn 6. janúar. Meðal dagskrárliða er ljósmyndasýning Óskars Péturs, tónleikar með Jóni Jónssyni, Grímuball Eyverja, Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni, opið hús hjá Slökkviliðinu, söfnin opin og ratleikur og síðast en ekki síst sjálf þrettándagleði ÍBV. Dagskrána má sjá í heild sinni hér að neðan.