Handboltapeyinn Dagur Arnarsson var í síðustu viku valinn í lokahóp íslenska landsliðsins í handbolta, skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Liðið mun taka þátt í fjögurra liða móti í Frakklandi en í mótinu spila Íslendingar, heimamenn í Frakklandi, Norðmenn og Ungverjar. Mótið fer fram um mánaðarmótin október nóvember en frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.