Markvörðurinn Darija Zečević hefur skrifað undir 2 ára samning við Stjörnuna. Hún kemur frá ÍBV þar sem hún hefur verið undanfarin 2 ár. Frá þessu er greint á facebook síðu stjörnunnar í gær. Darija er 23 ára og er frá Svartfjallalandi, hún hefur spilað með öllum yngri landsliðum Svartfjallalands. Darija tók þátt í öllum leikjum ÍBV á síðasta tímabili.