Sóknarmaðurinn Denis Sytnik mun líklega ekki spila meira með ÍBV í sumar vegna hnémeiðsla. Hann hefur ekkert getað æft með Eyjamönnum síðustu þrjár vikurnar. Þetta staðfesti þjálfari ÍBV, Heimir Hallgrímsson, í samtali við Vísi í dag. „Það er líklegt að tímabilið sé búið hjá honum. Við erum að reyna að komast til botns í þessu en eins og málin standa nú er það líklegasta niðurstaðan.“