Dræm kjörsókn hefur verið í Eyjum það sem af er degi. Um kl. 15.00 höfðu 330 kosið á kjörstað eða um 11% kosningabærra manna. Er það mun minni kjörsókn en í undanförnum kosningum. Á kjörskrá í Eyjum eru tæplega 3100 manns. Kosning gengur vel fyrir sig, engir hnökrar og engin bið.