Mikið er lagt í sýninguna til að hún megi heppnast sem best og samhliða æfingum og öðrum nauðsynlegum undirbúningi undanfarið hafa staðið yfir miklar endurbætur á leiksviði félagsheimilisins �?ingborgar. Leiksviðið var allt hækkað eða byggt upp eins og alltaf hafði verið ætlunin en ekki framkvæmt fyrr en nú. Auk þess byggðu ungmennafélagar framlengingu á sviðið fram í sal þar sem þeir ætla að geysast um í Draumnum.
Frumsýnt verður 10. mars nk. í félagsheimilinu �?ingborg. Næstu sýningar eru svo 11. mars, 15. mars, 16. mars og 18. mars. Sjá má áætlaða sýningardaga á floahreppur.is. Sýningarnar hefjast allar klukkan 20:30.
Miðapantanir eru í símum 486-3319 og 845-9719. Í �?ingborg er gott aðgengi fyrir hjólastóla.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst