Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fær 663,6 milljónir á fjárlögum á næsta ári sem þýðir 24,6 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Stofnunin hefur eins og aðrar heilbrigðisstofnanir gengið í gengum mikinn niðurskurð á liðnum árum og t.d. hefur fæðingastofan verið lokuð í sex vikur á sumri til að draga úr kostnaði.