Gosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi. Þær fréttir berast nú frá Vestmannaeyjum að heyra megi drunur frá gosinu yfir til eyjanna. Haraldur Hlöðversson, lögreglumaður í Vestmannaeyjum, segist hafa byrjað að heyra drunurnar þegar hann mætti til vinnu um sjö í morgun.