Ég fór á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um nýliðna helgi. Ég sat í brekkunni í Herjólfsdal með fjórtán þúsund þjóðhátíðargestum og upplifði þessa ótrúlegu þjóðhátíðarstemmningu sem er engu öðru lík. Þvílíkur kraftur og þvílík gleði, alls staðar, sama hvar var litið. Öll vinnan við þessa miklu hátíð einkennist af dugnaði, gleði, samstöðu og óbilandi trú á verkefninu. Það eru engin vandamál til, aðeins verkefni sem eftir er að leysa – svo vitnað sé í bæjarstjórann í Vestmannaeyjum. Þannig nálgast menn viðfangsefnið og árangurinn er eftir því. Stærsta þjóðhátíð frá upphafi og allir ánægðir.