Formaður bæjarráðs, Njáll Ragnarsson fulltrúi Eyjalistans í bæjarstjórn í bæjarstjórn er heldur óhress með stöðuna eftir hækkun á raforku og lægri hita á hitaveituvatninu . „Bæjarráð lýsti óánægju sinni við forstjóra HS Veitna þegar þetta kom upp, bæði það að félagið ákveður að hækka gjaldskrána og ekki síður því heita vatnið sé kælt á sama tíma. Það virkar eins og meiri prósentuhækkun en sú sem boðuð er.
Annars er staðan því miður þannig að bæjaryfirvöld geta lítið gert enda er þessi hækkun ákveðin af þessu fyrirtæki og bærinn hefur enga aðkomu að þeim,“ sagði Njáll.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst