Dungeons og Dragons, Félóklúbburinn og listaklúbbur

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnti starfsemi vetrarins á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma. Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum mánuði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ýmsir klúbbar verða í boði í vetur eins og Dungeons og Dragons, Félóklúbburinn og listaklúbbur sem unnin er í samstarfi við Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja.

Ráðið þakkaði kynninguna og telur mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar bjóði upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungmenni í Vestmannaeyjum. Sérstaklega á tímum sem þessum þar sem ekki hefur verið mikið félagsstarf í boði fyrir ungmenni sl. mánuði vegna hertra samkomutakmarka vegna Covid 19.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.