Eyjafréttir hafa undir höndum nýjustu niðurstöður dýptarmælinga sem gerðar voru í landeyjahöfn. Samkvæmt henni er minnsta dýpi í rennu hafnarinnar 4,6 metrar á litlu svæði en að jafnaði er dýpið milli 5-6 metrar. 4,6 metra dýpi er ekki nægjanlegt fyrir Herjólf en nægir fyrir Baldur, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Sæferðum, rekstraraðila Baldurs, þar sem Breiðafjarðarferjan ristir mun grynnra en Herjólfur.