Dýpi í Landeyjahöfn var mælt föstudaginn 22.desember og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna, er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn. Dýpkun hefst þó á morgun jóladag og er ölduspá nokkuð hagstæð til dýpkunar næstu daga.
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar á morgun Jóladag skv. eftirfarandi áætlun.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 13:15
Við komum til með að upplýsa farþega okkar um gang mála í Landeyjahöfn um leið og við höfum frekari upplýsingar.
Tilkynning frá Herjólfi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst