Dýpkun hefst seinnipartinn í dag
Alfsnes 06 24 IMG 5443 2
Álfsnesið við dýpkun við Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá breytingum á siglingum til Landeyjahafnar í dag og næstu daga.

Í tilkynningunni kemur fram að siglt verði á flóði í dag, mánudag, með brottförum frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:30, og frá Landeyjahöfn kl. 18:15 og 20:45. Ferðir kl. 22:00 og 23:15 falla niður og eru farþegar sem áttu bókað í þeim ferðum beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til að færa bókanir sínar.

Þá segir jafnframt að á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag verði einnig siglt til Landeyjahafnar á flóði. Á þeim dögum verði brottfarir frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 17:00 og 19:30, og frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 18:15 og 20:45. Á sömu dögum falla brottfarir kl. 12:00, 13:15, 14:30, 15:45, 22:00 og 23:15 niður samkvæmt tilkynningunni.

Í tilkynningu Herjólfs kemur einnig fram að dýpkun í Landeyjahöfn hefjist seinnipartinn í dag, en aðstæður til dýpkunar séu sagðar góðar næstu daga. Ákvörðun um siglingar á föstudag og um helgina verður tekin síðar og verður ný tilkynning send út á fimmtudag, segir að lokum í tilkynningu félagsins.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.