Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var fjallað um samning milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af hálfu Ríkisins. Á fundinum samþykkti bæjarstjórn samninginn einróma og þar með að taka við rekstri Herjólfs. Fyrr á fundinum leit samt ekki út fyrir að samþykkið yrði einróma. En varabæjarfulltrúi E-listans lagði fram tillögu á fundinum að bæjarstjórn myndi fresta málinu, boðað yrði til borgarafundar þar sem samningurinn yrði kynntur og í kjölfarið yrði íbúakosning. �?etta breytti töluvert framgangi á fundinum og taka þurfti tvö fundarhlé á honum en hann stóð í tvær klukkustundir. Sjálfstæðismenn töldu hinsvegar að ef þeir myndu samþykja tillögu E-listans að þá væru bæjaryfirvöld að hafna samningsboði ríkisins, en ríkið gaf aðeins 48 klukkustundir til að samþykkja tilboðið.
Svona hljóða bókarnir flokkanna eftir fundinn
E-listinn:
E-listinn samþykkir samningin þar sem kveðið er á um að Vestmannaeyjabær taki að sér rekstur Herjólfs en hefði talið æskilegra að
boðað hefði verið til borgarafundar þar sem samningurinn yrði kynntur bæjarbúum og í kjölfarið hefði samningurinn verið borinn undir atkvæði bæjarbúa. Niðurstöðu þeirrar atkvæðagreiðslu hefðu bæjarfulltrúar getað haft til hliðsjónar þegar samningurinn væri borinn undir atkvæði í bæjarstjórn.
Stefán Jónasson (sign)
Guðjón �?rn Sigtryggsson (sign)
D-listinn:
Meirihluti Sjálfstæðismanna fagnar því að E-listi hafi dregið til baka tillögu sem hefði orðið til að samningnum væri hafnað, hefði hún verið samþykkt og tekur undir að sannarlega hefði verið betra að hafa rýmri tíma til úrvinnslu þessa mikilvæga máls.
Í minnisblaði stýrhóps segir að öll töf og/eða fyrirvarar verði séð sem höfnun á samningnum og vera til þess að reksturinn verði boðin út. Ennfremur segir. Af þessum sökum hefur ráðgjafahópurinn fengið skýr skilaboð um að afstaða bæjarstjórnar verði að liggja fyrir í síðasta lagi í þessari viku ef Ríkið á að geta gengið til samninga.
�?ar með má öllum ljóst vera að tillaga sú sem E-listinn flutti fyrr á fundinum hefði jafngilt höfnun á samningi þeim sem lagður hefur verið fram og fórnað þeirri gríðalegu þjónustuaukningu sem samningurinn felur í sér fyrir bæjarbúa og náðst hefur með þori og þreki bæjarbúa sjálfra.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu ekki stökkva frá þessu gríðalega mikla hagsmunamáli.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins taka undir þá kosti íbúafunda og kosninga sem ræddir hafa verið á fundinum og minna á að ákvörðun um yfirtöku á rekstri Herjólfs var tekin á hátt í 500 manna íbúafundi og samþykkt þar einróma.
Elliði Vignisson (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)
Trausti Hjaltason (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Birna �?órsdóttir (sign)