Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær ályktun þar sem þess er krafist að samgönguyfirvöld svari fyrir um til hvaða úrræða verði gripið til að ljúka framkvæmdum við Landeyjahöfn. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að ráðuneytið hafi gert það sem í þeirra valdi stendur.